Hvað er skynditíska, af hverju er hún skaðleg og hvað getum við gert?

Hvað er skynditíska?

Skynditísku má kalla „skyndi“ í margvíslegum skilningi: tískubreytingar gerast hratt, framleiðslan er hröð; ákvörðun neytenda um að kaupa er tekin hratt; afhending er hröð; og flíkurnar eru notaðar hratt – oft aðeins nokkrum sinnum áður en þeim er hent.

Í grunninn byggir viðskiptalíkan skynditísku á því að neytendur kaupi sífellt meira af fötum. Vörumerki tæla neytendur með því að bjóða ódýrar flíkur og síbreytilegar nýjar línur.

Vissir þú að...

Sala á fatnaði tvöfaldaðist úr 100 í 200 milljarða eininga á ári, á sama tíma og meðalnotkun á hverri flík minnkaði um 36% að meðaltali.

-EARTH.ORG, JULY 2022

Umhverfisáhrif tískuiðnaðarins – kolefnislosun

Fatnaðurinn sem við klæðumst hefur stærri áhrif á umhverfið en margir gera sér grein fyrir. Fatnaðarframleiðsla stendur fyrir meira en 10% af allri losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu – sem þýðir að tískuiðnaðurinn losar meira en allt flug samanlagt.

En áhrifin enda ekki þar. Þegar litið er til alls líftíma flíkur – frá framleiðslu og efnisnotkun, til flutnings, notkunar og að lokum förgunar á urðunarstað – þá losar tískuiðnaðurinn samtals um 1,2 milljarða tonna af koldíoxíði á hverju ári.

Umhverfisáhrif – Vatnsnotkun

Tískuiðnaðurinn er meðal þeirra atvinnugreina sem nota mest vatn – um 79 milljarðar rúmmetra á hverju ári. Til að framleiða aðeins eina skyrtu þarf allt að 2.720 lítra af vatni, og um 3.781 lítra til að framleiða eitt par af gallabuxum.

Vinnuaðstæður

Skynditísku­iðnaðurinn hefur lengi verið samsekur í kerfi þar sem verkafólk fær greitt undir framfærslumörkum til að hámarka hagnað. Þetta viðskiptalíkan, sem snýst um að selja ógrynni af fatnaði á ósjálfbæru verði, skilar sífellt minni hagnaði til þeirra sem raunverulega búa flíkurnar til.

Vinnuaðstæður eru oft lélegar, óhollar og hættulegar, þar sem stór hluti vinnunnar fer fram í svokölluðum „sweatshops“ í fátækum löndum með veik vinnulög og takmarkað eftirlit stjórnvalda. Þess vegna eiga starfsmenn á hættu að missa vinnuna ef þeir reyna að standa upp fyrir réttindum sínum eða kvarta undan aðstæðum.

Verkafólk í fatnaðariðnaði vinnur oft 14 til 16 tíma á dag, sjö daga vikunnar – undir mikilli pressu og fyrir afar lágar launagreiðslur.

Vintage er hluti af lausninni

Slow fashion, eða hægfara tíska, leggur áherslu á gæði fram yfir magn, sjálfbærni fram yfir sóun, og meðvitaða neyslu. Vintage-flíkur eru hluti af þessari hreyfingu – þær eru þegar til, eru oft einstakar, og bera með sér sögu. Með því að velja vintage flíkur og hægja á neyslu, hjálpar þú til við að minnka eftirspurn eftir nýrri framleiðslu – og þar með minnka kolefnislosun, vatnsnotkun og úrgang. Hver flík sem fær nýtt líf skiptir máli.