Skilmálar
Almennt
Neytendur Rewind Vintage eru hvattir til þess að kynna sér skilmála síðunar vandlega áður en þeir versla á rewindvintage.is. Með því að nota vefsíðu og netverslun rewindwintage.is samþykkir og viðurkennir neytandi að hann hafi kynnt sér, skilið og samþykkt, án fyrirvara, skilmála þessa, eins og þeir eru á hverjum tíma. Rewind Vintage áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessa skilmála án fyrirvara.
rewindvintage.is er rekið af Restyled ehf. Kt. 590225-1340. Skrifstofa félagsins er staðsett að Rökkvatjörn 6, 113 Reykjavík. Símanúmerið er 857-2951.
Hefur þú einhverjar ábendingar um vefverslunina biðjum við þig um að senda okkur tölvupóst á rewindvintage@rewindvintage.is
Vöruupplýsingar og verð
Rewind Vintage selur alfarið notaðar vörur og m.a. vörur sem eru eldri en 20 ára og geta því vörurnar sýnt ummerki um notkun. Reynt er eftir bestu getu að hafa réttar upplýsingar og vörumyndir og upplýsa neytendur um vörugalla hverju sinni. Upp geta komið tilvik þar sem um minniháttar litamun er að ræða.
Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.
Rewind Vintage getur tímabundið boðið uppá tilboðsverð eða afslætti, með eða án sérstakra kóða. Rewind Vintage áskilur sér rétt til þess að afturkalla afslátt, tilboðsverð og kóða hvenær sem er. ATH að afsláttir eða kóðar gilda ekki ofaná vörur sem eru nú þegar á afslætti.
Greiðsluleiðir og afgreiðsla pantana
Rewind vintage tekur við greiðslu frá flestum kortafyrirtækjum í gegnum greiðslusíðu Verifone.
Vörur eru einungis afgreiddar eftir að heimild fyrir greiðslu er komin í gegn.
Reynt er eftir bestu getu að afgreiða allar pantanir næsta virka dag. Á háannatímum getur afgreiðsla pantanna tekið lengri tíma og reynt verður eftir bestu getu að upplýsa neytenda um tilkomandi tafir.
Dropp afhendir samdægur á áfangastaði innan Höfuðborgarsvæðis. Sendingar á landsbyggðinni geta tekið 1-2 virka daga að verða tilbúnar til afhendingar.
Skilafrestur
Skilafrestur vara sem keyptar eru á rewindvintage.is er 14 dagar. Fresturinn reiknast frá því að vara er tilbúin til afhendingar á þjónustustöð Dropp eða við móttöku vöru ef um heimsendingu er að ræða.
Neytandi hefur rétt á endurgreiðslu vörukaupa með því skilyrði að varan sé í upprunalegu ástandi og með verðmiðanum áföstum. Ekki er hægt að fá endurgreiðslu ef skilafresturinn hefur runnið út. Í því tilfelli er hægt að skipta í aðra vöru. Kvittun við kaupum þarf ávallt að fylgja með.
Athugið að ekki er hægt að skila eyrnalokkum, undirfatnaði og sundfatnaði.
Kostnaður við vöruskil, s.s. sendingarkostnaður greiðist alfarið af neytenda.
Gallaðar vörur
Ef kaupandi hefur fengið gallaða vöru, eða gallar voru ekki teknir fram í vöruupplýsingum, býður Rewind Vintage uppá endurgreiðslu þegar haft er samband um slíkt erindi á rewindvintage@rewindvintage.is innan 14 daga frá vöruafhendingu.
Meðhöndlun persónuupplýsinga
Þegar neytandi skráir sig á póstlista rewindvintage.is þarf að skrá inn persónuupplýsingar, þ.m.t. fullt nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang. Sömu upplýsingar þarf að skrá þegar verslað er vörur á netversluninni. Með því að skrá sig á póstlista og/eða versla á netverslun rewindvintage.is samþykkir neytandi söfnun persónuupplýsinga.
Korta- og greiðsluupplýsingar eru ávallt sendar um örugga greiðslusíðu í gegnum greiðslusíðu Verifone og aldrei geymdar af Rewind Vintage.
Rewind Vintage fer með allar persónuupplýsingar af ýtrustu varúð og sem algjört trúnaðarmál.
Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Rewind Vintage á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.